Sumarhús

Nýja Sendibílastöðin á sumarhús staðsett í Húsafelli sem er leigt út til hluthafa stöðvarinnar.

Öll aðstaða í húsinu er til fyrirmyndar. Heitur pottur er við bústaðinn, gasgrill og svefnpláss fyrir 8 manns.

Í húsinu eru sængur og koddar fyrir 8 manns en leigjendur þurfa að taka með sér sængurföt, tuskur, viskastykki og uppþvottalög.

Húsið er leigt til viku í senn á sumrin, frá föstudegi til föstudags. Yfir veturinn er helgarleiga.

Á veturna er hægt að framlengja dvölinni um eina nótt í senn ef fólk vill.

Dýrahald er ekki leyft, né reykingar innanhúss.

Húsafell

Sumarhús