Prufa

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp fyrir Alþingi um niðurfellingu hluta námslána ef nemendur klára nám á tilsettum tíma.

Að öllum líkindum verður kveðið á um 25% niðurfellingu af höfuðstól ef nemendur klára námið á tilsettum tíma. Til að mynda ef BA nemendur klára háskólanám á 6 önnum.

„Þetta frumvarp er á þingmálaskrá hjá mér eftir að þingið kemur saman,“ segir Katrín.

Texti fyrir mynd Elís Jón Guðjónsson aðstoðarmaður menntamálaráðherra segir enn ekki liggja fyrir hvernig nám verður metið lánshæft. „Það kemur í ljós í lok mánaðar. Á meðan við höfum ekki ákveðið neitt annað eru líkur á því að það verði allt námslánshæft nám,“ segir Elís en bætir við að ekki sé neitt ákveðið í þeim efnum.

Frumvarpið er unnið eftir tillögu starfshóps sem lagði til hvernig koma mætti breytingunum í framkvæmd. „Eftir að frumvarpið er tilbúið þarf að kostnaðarmeta það. Það er eilítið flókið og því liggur kostnaður við frumvarpið ekki fyrir ennþá,“ segir Elís.

http://mbl.is
Hér er tengill á bílana.

Að sögn hans er stefnt að því að frumvarpið verði í síðasta lagi lagt fyrir 1. nóvember.

Í Morgunblaðinu í dag kemur einnig fram að starfshópur hafi sett fram aðgerðaáætlun til að að fjölga nemum í leikskólakennaranámi. Þar eru hugmyndir um að fella niður hluta námslána menntaðra leikskólakennara fyrir hvert ár sem þeir starfa í faginu í allt að fimm ár.